Sunnudagur, 5. apríl 2009
Draumalandið mitt
Sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á mig á undanförnum árum er Draumaland Andra Snæs Magnasonar. Fram að þeim tíma hafði ég engan áhuga á hagfræði, nema heimilisbókhaldinu, en hann setti hagvöxt og kaupmátt í þannig samhengi að áhugi minn varð einhver. Og líklega hef ég um svipað leyti byrjað að efast um arðbærni virkjana.
Eftir Silfur dagsins eru efasemdirnar fullkomnaðar. Vissulega lagði John Perkins ekki tölur og gröf á borðið en maður velur hverjum maður trúir. Og þegar öll rök hníga að því trúir maður því trúlega. Landsvirkjun er með böggum hildar þrátt fyrir meintan uppgang og við höfum árum (áratugum?) saman selt útlenskum fyrirtækjum raforku við svo lágu verði að garðyrkjubændur, ferðaþjónar og aðrir íbúar hafa þurft að greiða niður fyrir stóriðjuna.
Ég er alveg sannfærð um þetta. Ef ég mætti einhverju breyta myndi ég a.m.k. ekki gera þannig samning að raforkuverð sveiflaðist niður með lækkandi álverði. Svo vildi ég hlynna að gróðurhúsunum og framleiða meira innanlands.
Og ég set stefnuna á Draumalandið í bíó um páskana. Minna má það ekki vera.
Athugasemdir
Heyr, heyr! Þetta hafa margir (m.a. ég!!!!) sagt í mörg ár. En fyrir mörgum árum síðan (eða var það bara í fyrra!) var hallærislegt að hugsa grænt og halda með náttúrunni og vilja frekar selja raforkuna til gróðurhúsa heldur en til álvera.
Ásgerður (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:16
Iss, þetta segirðu bara af því að þið ASM eruð gömul skólasystkini ... Mér er hins vegar alvara, ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 6.4.2009 kl. 21:49
Já, þessi bók er alveg mögnuð. Ég las hana ekki fyrr en seint og um síðir, en hún breytti öllu mínu skoðanakerfi alveg heilmikið.
Sigga Lára (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.