Þegar Óskar Jónasson og Ævar Jósepsson leggja saman

Það er góð skemmtun að horfa á íslenskan sakamálaþátt með blaðamennskuívafi (og það þótt Jóni 10-11 Jóhannessyni hafi tekist að auglýsa víða, líka hér og nú). Ég var að klára þáttaseríuna Pressuna sem gerist á og í kringum æsifréttablað sem gerir út á skúbb á hverjum degi.

Utan á hulstrinu stendur að Sigurjón Kjartansson sé yfirumsjónarmaður handrits en einhvers staðar á diskinum sá ég nafn Ævars Arnar og nú ætla ég að vera stærsti aðdáandi hans um hríð. Og snilldarleikstjórans Óskars. Þessi þáttaröð var spennandi og ferlega fyndin á köflum. Og leikaraliðið er frábært, gjörsamlega frábært. Í burðarrullum eru færir lærðir leikarar eins og Kjartan Guðjónsson og Arndís Hrönn Egilsdóttir og svo bar ég kennsl á nokkra áhugaleikara sem ég þekki. Ég uppgötvaði Stefán Hall Stefánsson og Orra Hugin Ágústsson, ótrúlega flinka gaura. Textameðferð og svipbrigði sérstakt (augna)yndi. Því miður er ég ekki enn búin að tengja öll nöfn og andlit til fulls.

Ég mæli svo svakalega með þessari þáttaröð en af því að mér finnst að sem flestir eigi að njóta án þess að láta klukkubúðareigandann njóta líka finnst mér að allir eigi að fá lánseintakið mitt lánað.

Og ég þverskallast við að rökstyðja þessa hrifningu mína, hún er bara huglæg og þar við situr. En af hverju hef ég ekkert heyrt talað um þessa þætti? Af því að enginn í kringum mig er með Stöð 2?

Es. Ég er líka nýbúin að horfa á Næturvaktina á diskum ... Það er líklega ótrúlega auðvelt að gera mér til hæfis, hmmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég fá lánseintakið lánað? Er orðin spennt...

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 08:19

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Voða fórstu snemma á fætur - um páska. Auðvitað færðu Pressuna lánaða, téhé.

Berglind Steinsdóttir, 10.4.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband