Laugardagur, 11. apríl 2009
Draumalandið þarf að glósa
Framan af fannst mér myndin Draumalandið engu bæta við bókina Draumalandið. Seinni hlutinn bætti það aðeins upp og ég saup nokkrum sinnum hveljur. Með salnum. Og nú man ég ekki neitt sem ég vildi gera að umtalsefni þótt það sé ærið - nema aðbúnað verkamanna við Kárahnjúka, að yfirmaður ákvað að senda heim þessa fjóra sem höfðu háværastar aðfinnslur vegna vosbúðar í gámunum. Myndin er mikið bútuð niður og verður dálítið sundurlaus. Kannski er það ekki galli en mér fannst það verra.
Jú, ég man líka að Andri líkti hagvexti við tilfinningar, að meiri hagvöxtur væri sama sem meiri tilfinningar, allar tilfinningar, gleði, ást, reiði, vonbrigði - hvað sem er. Ef hann leggur það rétt út, er þá hagvöxtur jákvæður?
Og jú, senan um fuglinn (man ekki einu sinni hvort það var gæs) sem gat ekki bjargað egginu sínu vegna ágangs árinnar var mögnuð.
Eitt að lokum, ég keypti miðana á miðjum degi, algjörlega sannfærð um að pakkfullt yrði í salnum. Svo var ekki, áhugasamir geta ábyggilega fengið miða á morgun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.