ferdafagnadur.is

Næsta laugardag er snilldarviðburður á vegum Höfuðborgarstofu þar sem ferðaþjónusta í okkar nánasta umhverfi verður kynnt. Í boði eru alls konar viðburðir, fríir eða á kostnaðarverði, t.d. útsýnisflug, lasertag, hestaferðir, hvalaskoðun  og siglingar í Viðey. 

Ég er pínulítið skúffuð að ég skyldi ekki frétta af þessu sem leiðsögumaður. En ég frétti samt af þessu og nú dreifi ég því áfram, einkum því sem gerist í nærumhverfi mínu, á höfuðborgarsvæðinu. Veðurspá lofar vondu þannig að lopapeysan og regnkápan verða með í för.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er soltið súr líka. Vissi ekki baun um þetta fyrr en ég var búin að lofa mér í annað og trillurnar þrjár verða því af flugferðinni enn eitt árið. Var reyndar rétt búin að panta flugferð þegar ég fattaði að flugið væri ekki á sumardaginn fyrsta eins og það var í fyrra.... ó mæ ó mæ

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, það er ljótt að reyna að planta hjá manni meðvitund um sumardaginn fyrsta og eitthvert húllumhæ - og eyðileggja það síðan aftur. Fyj.

Berglind Steinsdóttir, 16.4.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og vel að merkja, ég held að ég sé með plön um að hitta forsetann á sumardaginn fyrsta.

Berglind Steinsdóttir, 16.4.2009 kl. 19:59

4 identicon

Iss! Ekki vera súrar og verið bara með í hjólaratleik Fjallahjólaklúbbsins í staðinn.

Ásgerður (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:06

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Öö, vorum við ekki að tala um að fljúga? Hehe.

Berglind Steinsdóttir, 16.4.2009 kl. 22:14

6 identicon

Tja sko þið sem eruð á facebook fenguð reyndar boð á ferðafagnað... dag ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði... ég tók reyndar bara til dagskrána í Firðinum!!! Ferðalangur á heimaslóð náði ekki að festa sig .... drastískar breytingar voru gerðar... nafni breytt í Ferðafagnað og ákveðið að ferðaþjónustan fengi sérdag, skátarnir mættu eiga Sumardaginn fyrsta :-)

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband