Föstudagur, 17. apríl 2009
Kosningabarátta?
Barátta? Af hverju þetta orð? Ég skil orðið kjarabaráttu en ekki kosningabaráttu. Ég gæti skilið að talað væri um kynningu á stefnumálum, rökræður við kjósendur, framboðsfundi (hustings á ensku) en hið tíðkaða orð felur í sér meiri slagsmál en eru mér að skapi.
Er barist til síðasta blóðdropa? Til síðasta manns, síðasta atkvæðis? Öllu kostað til?
Ég held að ég hafi aldrei kunnað við þetta orð og það sem mér finnst það fela í sér. Og annað kann ég heldur ekki við, þeir sem þegar hafa verið kjörnir eru með forskot á hina ókjörnu - hinir kjörnu vilja leggja niður störf á launum til að fara í þessa þarna kosningabaráttu. Hinir þurfa að taka í það sumarfríið, frístundir, frívaktir - eða stelast í vinnutímanum.
Átta æsispennandi dagar framundan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.