Máttur umræðunnar

Þegar ég fékk bréfið í síðustu viku frá LOGOS um að BBR gerði mér yfirtökutilboð í hlut minn í Existu varð mér fyrst fyrir að skella upp úr. Ég var búin að afskrifa þessa eign í huga mér (greinilega enn dálítið meðvirk) og 4 krónur eru vitaskuld ekki umræðunnar virði.

Nema nú er umræðan í fjölmiðlum, þ.m.t. bloggsíðum, búin að afhjúpa hvernig í landinu liggur. Eign sem var metin mikils virði fyrir ári er nú metin lítils virði af þeim sem vilja eignast hana.

Hvað þarf ég að gera til að koma í veg fyrir að Bakkavararbræður geri sér mat úr brunarústunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband