Truflun af klappliðunum á kosningafundum

Að horfa á kosningasjónvarp er góð skemmtun. Ég fylgdist spennt með útsendingunni frá Selfossi - og hefði poppað ef ég væri ekki nýbúin að brjóta jaxl - og fannst hann fínn, fólk er duglegt að spyrja hæfilega markvisst og gagnrýnið en mikið grefilli leiðast mér klappliðin. Það er eðlilegt og fínt ef fólk skellir upp úr þegar því er skemmt og klappar þá sjaldan svar er algjörlega stórkostlegt eða óvænt en gestir (les: klappliðin) settu í mörgum tilfellum sjálfstýringuna á.

Og ég kýs ekki einu sinni í Suðurkjördæmi ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er ég innilega sammála þér, Berglind! Var einmitt að pirra mig á þessu þegar ég horfði á þáttinn.

En mikið svakalega leist mér vel á konuna frá Borgarahreyfingunni.  

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég þekki foreldra hennar (sagði Berglind, útbelgd af stolti, hehe).

Svo held ég að ég verði bara að mæta á Nasa á miðvikudaginn og púa á stuðningsliðin, öll. Ég vil að tímanum sé eytt í umræður, gagnrýnar og skynsamlegar spurningar og málefnaleg og skýr svör. Ég bið ekki um mikið, bara þetta. Skaðar ekki að menn segi eitthvað fyndið inn á milli, geri samt ekki kröfu um það.

Berglind Steinsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er pínu krampi í þessu liði.

Sigurjón Þórðarson, 20.4.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Meinarðu að klappið sé ósjálfráðar hreyfingar? Já, maður getur velt því fyrir sér. Reyndar dró heldur úr því þegar leið á fundinn, liðin hafa kannski fengið sér ópal.

Berglind Steinsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband