Laugardagur, 25. apríl 2009
Prósent vs. prósentustig
Þegar 50% hlutdeild minnkar um 10% fer hún ofan í 45%, þ.e. 10% af 50. Ef hlutdeildin minnkar um 10 prósentustig fer hún ofan í 40%. Þegar fólk talar um að krónan hafi veikst um 16% veit ég ekki hvort það notar prósentuna rétt eða eins og margir eru farnir að nota hana, vitlaust. Mjög ergilegt enda er reginmunur á þessu.
Nú er frétt á RÚV um kjörsóknartölur, m.a.
Í suðvesturkjördæmi eða kraganum höfðu, klukkan 15 í dag, 21.100 manns kosið eða rúm 36%. Það er 2% meira en í kosningunum árið 2007.
Hafi kjörsókn þá verið 34% (sem mig grunar að sé tilfellið) ætti hún núna að vera 34,68% (miðað við 2%) en ekki 36%. Svo leiðist mér líka þessi notkun samtengingarinnar eða.
Að öðru leyti hef ég það bara gott á kjördegi, ræræræ.
Athugasemdir
Vona að þú hafir það líka gott núna
daginn eftir kjördag, eða hvað?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.4.2009 kl. 02:06
Hehe, fer eftir kjördæmum en, jú, heilt yfir anda ég með nefinu ... ræræræ.
Berglind Steinsdóttir, 27.4.2009 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.