Dagur þýðinganna á Gljúfrasteini

Sem forsvarsmanni Babels var mér boðið í Gljúfrastein í dag til að vera við afhendingu þýðingaverðlauna Bandalags þýðenda og túlka.

Spennandi.

Ég er bara svo þrjósk að ég ætlast til þess að ég komist leiðar minnar á höfuðborgarsvæðinu á strætó. Þegar ég fletti þessum áfangastað, Gljúfrasteini, upp á vef Strætós fékk ég hins vegar fyrst upp að það tæki mig tæpar 300 mínútur að komast á áfangastað (bið í Háholti í meira en 200 mínútur). Þá þyrfti ég samt að labba tæpan hálfan kílómetra að heiman og á brottfararstað og aðra 400 metra frá Laxnesi (veit ekki hvar stoppistöðinni hefur þá verið plantað).

Mig grunar að strætó viti að það er sumardagurinn fyrsti þótt það komi ekki fram á vefnum hans og þess vegna breytti ég í helgidag --- nei, ég reyndi að breyta í helgidag, hið sjálfvalda form leyfði mér það ekki. Hins vegar skoðaði ég sérstaklega leið 27 og sá að á helgidögum fer sá vagn af stað fjórum sinnum alls. Klukkan hálfeitt, hálffimm, hálfníu og hálfellefu. Þótt ég kæmist á staðinn kl. 13:15 yrði ég að reyna að tefja dagskrána - eða fá far með einhverjum sem á alltaf að vera þrautalendingin.

Ég held að vandamálið hjá Strætó bs. sé ekki það að fólk víli fyrir sér að nota almenningssamgöngur í leiðinlegu vetrarveðri - ég held að viðmótið á vefnum og arfaslök tíðni eigi mestan þátt í að fæla fólk frá þessari samgönguleið.

Gleðilegt sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband