Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Mitt 2007
Gildismat fólks virðist vera að breytast og ég heyri fólk á öllum aldri flissa að 2007 með tilvísan til þess hvað allt hafi verið of. Ég afvegaleiddist líka þótt mér finnist ég auðvitað svakalega skynsöm, jarðbundin - og djúpt á femínunni í mér. Ég dró loks í dag fram uppáhaldsstígvélin mín, Timberland sem ég keypti 2006, sleit þannig að rennilásinn gaf sig 2007, fór með í viðgerð, sótti í viðgerð - og setti beint í skápinn en ekki á fæturna, fór til útlanda og keypti mér lekker stígvél með hælum - sem eru svo ekki ég.
Nú fékk Timberland að spásséra milli hverfa í dag - og mitt 2007 var velkomið aftur.
Athugasemdir
Flott stígvél. Mig langar í svona...
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.4.2009 kl. 22:26
Hohho, ertu svona 2007 eins og ég?
Berglind Steinsdóttir, 30.4.2009 kl. 23:09
Hmmm... það hlýtur að vera!
Annars keypti ég mér flottar bomsur í Ecco í vetur á útsölu - 40% afsláttur. Ég var orðin þreytt á að vera kalt á fótunum, forkelast eða slá niður eftir fundina á Austurvelli. Keypti númeri of stórar bomsur til að hafa aukainnlegg úr ull undir innlegginu sem fylgdi með. Þetta er skótau sem ég mun eiga í 10 ár.
Fyrir svona 15 árum keypti ég gúmmístígvél í Steinari Waage... veit ekki hvort þú þekkir þau. Fín stígvél úr einhverju gúmmíefni, loðin að innan og mjög hlý. Viðhaldsfrí með öllu. Ég er búin að nota þau svo mikið að sólinn að innanverðu er ónýtur og sprunga komin í gúmmíið að neðan. Svakalega sem þau hafa þjónað mér vel.
Svo á ég svarta Ecco-skó sem ég hef gengið í næstum daglega í ein 6 ár. Þeir eru aðeins farnir að láta á sjá og ég þarf að fara með þá til skósmiðsins míns, Hafþórs í Garðastræti, og athuga hvort hægt sé að laga götin á hælunum.
Það er svo 2007 að vera nýtinn, er það ekki?
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2009 kl. 00:40
Og svo er brýnt að eiga góða skó að þramma á Í DAG ... á þessum drottins dýrðar föstudegi.
Berglind Steinsdóttir, 1.5.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.