Laugardagur, 2. maí 2009
Verðbólgan orðin neikvæð
Það er ástæða til að hvetja skuldara til að gaumgæfa rukkanir sínar nú um mánaðamótin. Ég á verðtryggðan reikning sem er uppfærður um hver mánaðamót og nú í lok apríl var peningur tekinn út af honum - af því að hann er verðtryggður. Að sönnu voru tveir í fjölskyldunni búnir að segja mér að fara í bankann og breyta reikningnum en þar sem gróðavilji minn er ekki nægilega einbeittur lét ég það undir höfuð leggjast. Því fóru 0,5% innistæðunnar aftur inn í Kaupþing í gær, 1. maí. Og þar af leiðandi hljóta skuldarar að fá 0,5% felld niður af höfuðstól skuldar sinnar og ég fagna því. Viðurkenni samt að ég ætla í bankann eftir helgi.
Er ekki núna lag að bylta verðtryggingarmynstrinu sem hefur sligað fólk?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.