Fimmtudagur, 7. maí 2009
Að fara í fatabúðir er leiðinleg iðja
Eftir viku fer ég í partí með indversku þema. Er nóg að mála blett á ennið? Eða verð ég að læra sanskrít og að tilbiðja kýr? Hafna ásatrúnni? Verða hlédræg?
Ef ég þarf að vera prúð og stillt get ég eins sleppt því að fara, eins mikill extróvert og ég er. Hmm. Ég læt ytra byrðið duga í þemanu og veðja á að ég finni slæðu eða mussu sem sleppur fyrir horn.
Athugasemdir
Þú sleppur nú varla með minna en að vera vel talandi á sanskrít.
Helga (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:48
ég skal lána þér sari.....
sólveig Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 15:03
Hlakka til ad sja i hverju thu mætir i danskt brudkaup....
Unnur (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 20:31
Ég líka! Fer alfarið eftir því hvað ég finn í búðunum í Brussel eftir hálfan mánuð ...
Berglind Steinsdóttir, 17.5.2009 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.