Spá og spá

Vita menn ekki að spár um athafnir manna hafa áhrif, rétt eins og skoðanakannanir? Spár um gang himintunglanna geta haft eitthvert gildi af því að þau láta sér í léttu rúmi liggja hvað háskólar hugsa. Hvað halda menn hins vegar að hugsanlegir kaupendur geri um mitt ár 2009 ef Seðlabankinn spáir að fasteignaverð lækki um 46% frá hæsta verði árið 2007 til ársloka 2010? Ég giska á að þeir bjóði verð í samræmi við framtíðarspá með vísan til hennar.

Þorleifur Arnarsson leikari setti sig í spámannslegar stellingar í Spjalli Sölva Tryggvasonar í gærkvöldi og þóttist hafa verið spámaður með varnaðarorð sem voru flutt á fjölmennum fundi á Norðfirði. Mikið vildi ég að spádómar og skoðanakannanir væru geymdar með öðru ruglandi einmitt þar. Á hverju byggir spádómurinn um frekara fall krónunnar? Og hvernig bregðast menn við? Hamstra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband