Við erum landbúnaðarþjóð!

Það var hressandi að lesa pistil Hannesar Péturssonar í Mogganum í gær, um meint fæðuöryggi og íslenskan mat, íslenskt kaffi og fleira sem maður leggur sér til munns. Hannes tekur sér reyndar það skáldaleyfi að eftirláta lesendum að glöggva sig á hvað hann raunverulega meinar en mér sýnist hann mæla ESB-aðild bót.

Ástæðan fyrir því að mér var svo skemmt við lesturinn var að hann vandaði heiðarlega um við okkur með vel völdum orðum. Við erum roðhænsn.

Ég hefði hins vegar ekki stoppað við fyrirsögnina þannig að það var gott að aðrir urðu fyrri til að lesa pistilinn þar sem Hannes Pétursson les okkur pistilinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband