Nei, engri fundargerð, verð hins vegar að segja að hitinn og alvaran kom mér nokkuð á óvart. Mæting var góð, m.a. komu fulltrúar allra flokka á þingi, og menn fluttu lærðar tölur. Það eru greinilega hópar fólks sem hafa orðið fyrir barðinu á mjög kröfuhörðum rukkurum. Ég er sjálf spennt að sjá framhaldið.
Ég veit ekki hvort einhver fjölmiðlaumfjöllun varð, ekki varð ég vör við kvikmyndatökuvélar og heldur ekki aðrar myndavélar en mína eigin. Ég ætlaði ekkert að hrella þig, Rakel, með véfrétt og skal reyna að bæta eitthvað úr.
Fyrst ber að nefna þingmennina sem mættu: Þór Saari (O), Lilja Mósesdóttir (V), Pétur H. Blöndal og Ásbjörn Óttarsson (D), Sigmundur Ernir Rúnarsson (S) og Eygló Harðardóttir (B). Öll tóku þau eitthvað til máls. Marinó gerði grein fyrir úrræðum sem hafa verið kynnt og það var greinilegt að honum þótti ekki mikið til sumra þeirra koma. Það hefur reyndar komið fram á blogginu hans. Hann sagði m.a. frá því að innheimtustofnanir væru búnar að breyta aðferðinni hjá sér til að þurfa ekki að virða lenginuna úr 15 dögum í 40 áður en aðgerðir hefjast. Nú eru vanskil bara tímasett fyrr og svo heyrðist mér á honum og öðrum úr Hagsmunasamtökum heimilanna að meintir samkeppnisaðilar virtust eiga hver í öðrum og styðja grimmdarlegar innheimtuaðgerðir. Þekki það ekkert sjálf þar sem ég er smásparifjáreigandi og hvergi í vanskilum af neinu tagi.
Eitthvað er um að reikningar eins og fyrir síma séu sendir svo seint að ekki sé hægt að borga heimsendan reikning á gjalddaga, liður í að knésetja fólk heyrðist mér. Ég kann ekki tungutakið svo vel. Annar frá Hagsmunasamtökum heimilanna stóð upp þegar umræðurnar voru og sagðist hafa skoðað lagasetningu vel undanfarin ár og honum virtist augljóst að þær miðuðu allar út frá auðvaldinu, útgangspunkturinn væri að hampa þeim efnameiri. Pétur Blöndal tók undir þann skilning.
Sveinn Aðalsteinsson fór yfir skuldir heimilanna og ríkisins. Ég er búin að heyra svo margar ólíkar tölur en mér sýnist mönnum bera saman um að húsnæðisskuldirnar séu um 170 milljarðar og svo rifja þeir upp að sagan segi að 200 milljarðar af fersku fé eins og Björn Þorri orðaði það hefðu verið settir í peningamarkaðssjóðina án umræðu um hvort ríkissjóður hefði efni á því í október.
Það skil ég reyndar aldrei af því að ég, sem smásparifjáreigandi, fékk ekki nema 71% af mínu sparifé og hef heyrt óhagstæðari prósentutölur hjá öðrum.
Einn stóð upp og sagðist ekki skyldu verja þinghúsið í næstu byltingu eins og hann hefði gert af miklum móð í janúar.
Jæja, hér óð ég úr einu í annað og aftur í enn annað ... en fundurinn var svona heilbrigð óreiða, hehe. Helga skrifaði fundargerð og kannski birtir hún eitthvað í vikunni.
Takk fyrir Berglind mín! Mér er búið að þykja svo vænt um pistlana hans Marinós mjög lengi og held áfram að fylgjast með honum. Það er sannast sagna frekar óhugnanlegt að fylgjast með því sem virðist vera að gerast í þessu samfélagi... Það er auðvitað auðveldast að trúa engu en ég reyni að halda í heilbrigða skynsemi, efast um sumt og trúa varlega en það er alveg sama hvað maður reynir að draga úr. Niðurstaðan verður nokkurn vegin í sama dúr og mér heyrist hafi komið fram á þessum fundi
Athugasemdir
Frábært hjá ykkur að byrja aftur. Vona að það verði góð mæting. Á ég ekki von á fundargerð hérna hjá þér síðar í vikunni
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.5.2009 kl. 20:38
Nei, engri fundargerð, verð hins vegar að segja að hitinn og alvaran kom mér nokkuð á óvart. Mæting var góð, m.a. komu fulltrúar allra flokka á þingi, og menn fluttu lærðar tölur. Það eru greinilega hópar fólks sem hafa orðið fyrir barðinu á mjög kröfuhörðum rukkurum. Ég er sjálf spennt að sjá framhaldið.
Berglind Steinsdóttir, 11.5.2009 kl. 22:32
Berglind! Það er bannað að gera mig svona forvitna með svona véfréttastíl
Er ekki hægt að lesa um þennan fund einhvers staðar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:53
Ég veit ekki hvort einhver fjölmiðlaumfjöllun varð, ekki varð ég vör við kvikmyndatökuvélar og heldur ekki aðrar myndavélar en mína eigin. Ég ætlaði ekkert að hrella þig, Rakel, með véfrétt og skal reyna að bæta eitthvað úr.
Fyrst ber að nefna þingmennina sem mættu: Þór Saari (O), Lilja Mósesdóttir (V), Pétur H. Blöndal og Ásbjörn Óttarsson (D), Sigmundur Ernir Rúnarsson (S) og Eygló Harðardóttir (B). Öll tóku þau eitthvað til máls. Marinó gerði grein fyrir úrræðum sem hafa verið kynnt og það var greinilegt að honum þótti ekki mikið til sumra þeirra koma. Það hefur reyndar komið fram á blogginu hans. Hann sagði m.a. frá því að innheimtustofnanir væru búnar að breyta aðferðinni hjá sér til að þurfa ekki að virða lenginuna úr 15 dögum í 40 áður en aðgerðir hefjast. Nú eru vanskil bara tímasett fyrr og svo heyrðist mér á honum og öðrum úr Hagsmunasamtökum heimilanna að meintir samkeppnisaðilar virtust eiga hver í öðrum og styðja grimmdarlegar innheimtuaðgerðir. Þekki það ekkert sjálf þar sem ég er smásparifjáreigandi og hvergi í vanskilum af neinu tagi.
Eitthvað er um að reikningar eins og fyrir síma séu sendir svo seint að ekki sé hægt að borga heimsendan reikning á gjalddaga, liður í að knésetja fólk heyrðist mér. Ég kann ekki tungutakið svo vel. Annar frá Hagsmunasamtökum heimilanna stóð upp þegar umræðurnar voru og sagðist hafa skoðað lagasetningu vel undanfarin ár og honum virtist augljóst að þær miðuðu allar út frá auðvaldinu, útgangspunkturinn væri að hampa þeim efnameiri. Pétur Blöndal tók undir þann skilning.
Sveinn Aðalsteinsson fór yfir skuldir heimilanna og ríkisins. Ég er búin að heyra svo margar ólíkar tölur en mér sýnist mönnum bera saman um að húsnæðisskuldirnar séu um 170 milljarðar og svo rifja þeir upp að sagan segi að 200 milljarðar af fersku fé eins og Björn Þorri orðaði það hefðu verið settir í peningamarkaðssjóðina án umræðu um hvort ríkissjóður hefði efni á því í október.
Það skil ég reyndar aldrei af því að ég, sem smásparifjáreigandi, fékk ekki nema 71% af mínu sparifé og hef heyrt óhagstæðari prósentutölur hjá öðrum.
Einn stóð upp og sagðist ekki skyldu verja þinghúsið í næstu byltingu eins og hann hefði gert af miklum móð í janúar.
Jæja, hér óð ég úr einu í annað og aftur í enn annað ... en fundurinn var svona heilbrigð óreiða, hehe. Helga skrifaði fundargerð og kannski birtir hún eitthvað í vikunni.
Berglind Steinsdóttir, 12.5.2009 kl. 20:59
Takk fyrir Berglind mín! Mér er búið að þykja svo vænt um pistlana hans Marinós mjög lengi og held áfram að fylgjast með honum. Það er sannast sagna frekar óhugnanlegt að fylgjast með því sem virðist vera að gerast í þessu samfélagi...
Það er auðvitað auðveldast að trúa engu en ég reyni að halda í heilbrigða skynsemi, efast um sumt og trúa varlega en það er alveg sama hvað maður reynir að draga úr. Niðurstaðan verður nokkurn vegin í sama dúr og mér heyrist hafi komið fram á þessum fundi
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.