Fimmtudagur, 14. maí 2009
Arður 2007
Er frumskylda OR virkilega að greiða eigendum sínum arð? Ég átti verðtryggðan reikning og ríkisbankinn leit ekki á það sem frumskyldu sína að greiða mér vexti - og mér finnst það eðlilegt þegar ávöxtunin er neikvæð og þegar síðasti mánuður einkenndist af verðhjöðnun. Ég get viljað gera eitthvað í því, breyta forsendum sjálfrar mín, endurraða, hagræða í rekstri - en þegar OR ætlast til þess af starfsfólki sínu að laun verði lækkuð ofan á kaupmáttarrýrnun alls almennings hljómar mjög undarlega að greiða Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð ARÐ. Arð!
Arð af hverju? Eigið fé hefur minnkað. Guðlaugur Sverrisson svaraði í fréttum RÚV kl. sex eins og sá sem valdið hefur - þó ekki frá mér - og María Sigrún Hilmarsdóttir lét gott heita.
2007 lemur mann enn í hausinn.
Athugasemdir
Já, þetta er alveg fáránlegt og furðulegt mál. Guðlaugur var heppinn að svelgjast ekki á bullinu sem hann lét út úr sér.
Ég er spennt að vita hvort Kópavogs-málið verði líka svolítið 2007-mál.
Ásgerður (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:03
Er það ekki 2000-2009-mál?
Berglind Steinsdóttir, 15.5.2009 kl. 07:25
Jú, reyndar og tengist örugglega fleiri fyrirtækjum heldur en þessu eina sem sagt var frá í fréttunum ... og næsta víst er að finna má samsvarandi mál víðar en í Kópavogi.
Ásgerður (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.