EFTA vann!

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar? EFTA vann ESB í söngvakeppninni í gær, allir skynsamir menn sjá þá hvað er eðlilegast að gera í framhaldinu!

Á leið heim úr hinu höfðinglega söngvakeppniboði í gær urðum við tvisvar fyrir gleðilátum áhugasamra áhorfenda og í bæði skiptin tók ég undrunina á þetta: Ha, hvaða keppni? Og: Ó, í hvaða sæti lenti íslenska lagið? Og annað hvort er ég (ennþá) svona góður leikari eða ungmennin sem í hlut áttu voru mjög trúgjörn. Ég skemmti mér konunglega.

Að auki legg ég til að Ármann verði sendur sem kynnir til Björgvinjar á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég legg það líka til að Ármann verði næsti kynnir söngvakeppninnar. Ég er að hugsa um að senda menntamálaráðherra tölvupóst og bera þar upp erindið! múhahahaha!

Ásgerður (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Góð saga!

Berglind Steinsdóttir, 17.5.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband