Sunnudagur, 17. maí 2009
EFTA vann!
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar? EFTA vann ESB í söngvakeppninni í gær, allir skynsamir menn sjá þá hvað er eðlilegast að gera í framhaldinu!
Á leið heim úr hinu höfðinglega söngvakeppniboði í gær urðum við tvisvar fyrir gleðilátum áhugasamra áhorfenda og í bæði skiptin tók ég undrunina á þetta: Ha, hvaða keppni? Og: Ó, í hvaða sæti lenti íslenska lagið? Og annað hvort er ég (ennþá) svona góður leikari eða ungmennin sem í hlut áttu voru mjög trúgjörn. Ég skemmti mér konunglega.
Að auki legg ég til að Ármann verði sendur sem kynnir til Björgvinjar á næsta ári.
Athugasemdir
Já, ég legg það líka til að Ármann verði næsti kynnir söngvakeppninnar. Ég er að hugsa um að senda menntamálaráðherra tölvupóst og bera þar upp erindið! múhahahaha!
Ásgerður (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 16:51
Góð saga!
Berglind Steinsdóttir, 17.5.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.