Sunnudagur, 17. maí 2009
Innlenda orku á farartækin!
Jóhannes Björn Lúðvíksson var að segja í Silfri Egils að við ættum að einbeita okkur að því að nota innlenda orku á vélar á Íslandi. Hann spáir gríðarlegri olíukreppu innan ekki margra ára og þá er brýnt að eiga ekkert undir slíkum innflutningi.
Orð hans hljómuðu eins og ómþýðasta tónlist í mínum eyrum. Auka sjálfbærnina, takk. Núna - þið heyrðuð hvað maðurinn sagði.
Athugasemdir
Og í sama Silfri sagði einn í Vettvangi dagsins að við ættum að byrja að undirbúa einkavæðingu Landsvirkjunar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2009 kl. 14:08
Æ, ég heyrði bara suð um skuldirnar. En Sigrún Davíðs hlýtur að hafa verið á öndverðum meiði.
Berglind Steinsdóttir, 17.5.2009 kl. 15:21
Sigrún fórnaði höndum... og ég líka!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2009 kl. 17:18
Ég lét prófarkalestur á ritgerð um skotthúfur og baldýringu ganga fyrir - verð að horfa á endursýninguna. Mun áreiðanlega fórna höndunum ...
Berglind Steinsdóttir, 17.5.2009 kl. 20:59
Þú getur horft núna á blogginu hjá mér - var að Setja silfrið inn.
Ertu að prófarkalesa háskólaritgerðir?
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2009 kl. 22:16
Já, núna, og heila skáldsögu fyrr í mánuðinum. Mér finnst þetta skemmtilegt en í dag hefði ég frekað viljað leika mér í sundi. Var rétt í þessu að klára að samræma neðanmálsgreinar, skáletra, setja í gæsalappir, gæta að blaðsíðutölum - senda!
Berglind Steinsdóttir, 17.5.2009 kl. 23:41
Hljóðið fór úr tölvunni þannig að ég get ekki hlustað á Silfrið. Það bætist á lista yfir ógerða hluti að ná aftur í hljóðið. Svo þarf ég að gefa blóð og fá nýtt battarí í fjarstýringuna með sjónvarpinu, taka út evrur (á evrureikning en reikna með að þurfa að slást fyrir peningunum mínum), fara til Brussel að kaupa föt til að mæta í í brúðkaup í Árósum. Og læra á PayPal.
Hrikalegir dagar framundan ... annir og svefnlausir dagar.
Berglind Steinsdóttir, 18.5.2009 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.