Játning smánotanda

Mér er ekki ljúft að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég fór í Bónus í gær. Mig vantaði bara svo venjulegt heilhveitibrauð og Bónus lá svo vel við höggi enda í kallfæri við heimili mitt. Þá kom mér á óvart að sjá að hálft brauð kostaði meira en helmingi minna en heilt. Já, hálft kostaði 98 en heilt 235 þannig að kílóverðið á stærri einingunni var talsvert hærra en á þeirri minni. Þessir tímar eru sem sagt ekki liðnir.

Og úr því að ég var komin inn - svona er það alltaf - keypti ég líka kassa með 100 tepokum sem kostaði lítið fé. Það er alveg satt, það munar hundruðum prósenta þegar borið er saman við aðra framleiðendur. Gallinn við hina tepokana í hinum búðunum er að þeir pjattast við að vera sérpakkaðir hver og einn. Mér er bara illa við það. Pokarnir eru þegar pakkaðir í kassa og ég vil geta opnað kassann, tekið upp poka og skellt ofan í sjóðandi vatnið. Mér finnst svart te gott, líka þótt það heiti ekki Pickwick (nema það sé Melrose's).

Svona fór um búðarferð þá, en mér til talsverðrar gleði sá ég líka að margt verð er sambærilegt í öðrum verslunum þannig að það verður önnur hálfs árs bið á að ég heiðri Jón með smáinnkaupum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband