Ó, þú aftur ...

Það var mikið dekur að sjá hina nýju sýningu Hugleiks í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Stykkið er reyndar í grunninn 25 ára gamalt en fyrir 25 árum var ég ekki orðin aðdáandi þannig að ég hef engan samanburð. Og að vanda var ýmsu í umhverfi okkar í dag fléttað inn í söguþráðinn. Sumu tók ég vel eftir en mér skildist á Antoni að ég hefði farið á mis við ýmsan brandarann. Líklega er hægt að hlæja helmingi oftar en ég gerði.

Nýja fólkið sem ég ætla að leggja á minnið er Jón Svavar Jósefsson, Svanlaug Jóhannsdóttir og Friðjón Magnússon.

Úr leikskrá hló ég mest að baktjaldamakki og dramadurgum.

Þegar Hugleikur á í hlut er alltaf tilhlýðilegt að hlæja mikið, oft og helst innilega og lengi í hvert sinn. Þess vegna tíunda ég þetta samviskusamlega. Hljómsveitin Ær og kýr vakti líka mikla lukku.

Aðeins þrjár sýningar eftir, miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband