Bannmerki í símaskrá

Í kvöld var hringt í mig úr ágætri stofnun og ég beðin um að kaupa 170 söngtexta. Ég sagðist forviða ekki hafa áhuga og maðurinn hálffyrtist við. Það er hins vegar ég sem hefði átt að bregðast verr við því að í símaskránni er bannmerki við númerið og ég þoli ekki símasölumenn. Mér finnst ekki að sjúkrastofnanir eigi að hringja og betla af fólki. Ég held að hluti af sköttunum mínum fari í heilbrigðiskerfið og ég er mjög sátt við það.

Ég hef ekki lent í þessu í fjölmörg ár - ætli bannmerkingunni hafi skolað burt með peningum bankabéusanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband