Millenium í Brussel

Það var mikið malað í bíó í Brussel í gær. Við sáum myndina sem er gerð eftir fyrstu bók Stiegs Larssons hins sænska, myndina sem heitir á útlensku Millenium eftir tímariti þeirra Mikaels og Eriku. Það er gaman þegar æðið grípur mann og maður finnur að enn er hægt að sogast með.

Myndin er ríflega tveir tímar og ég undi hag mínum hið besta allan tímann. Textinn var á sænsku og skjátextinn á frönsku og flæmsku.

Sænskt tal, frönsk þýðing, flæmsk þýðing

 Að öllu samanlögðu skildist allt hið besta (enda er ég nýbúin með fyrstu bókina og vel byrjuð á bók 2). Leikarinn sem lék Mikael vann skemmtilega á meðan myndinni vatt fram, leikarinn sem lék Lisbeth var aðeins of kvenleg miðað við upplifun mína af bókinni, leikarinn sem lék Henrik Vanger var helst til hraustlegur fyrir minn smekk - en, ó, það var svo gaman að fara í bíó og sjá myndina sem við vitum að kemur ekki heim. Bjurman var alveg eins ógeðslegur og ég reiknaði með og allar senurnar með honum snertu viðkvæmu taugarnar í mér. Ég tók fyrir augun og hryllti mig. Tel ég mig þó enga meðalkveif. Kannski var ég svona ánægð með leikarana af því að ég þekkti ekkert þeirra fyrir.

Það var samt dálítið kalt að koma út eftir miðnætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af hverju kemur myndin ekki heim???  

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.6.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Of dýr, segir sagan.

Berglind Steinsdóttir, 3.6.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband