Hver sló um daginn fram tölunni 72 milljarðar sem endanlegri skuldatölu í Icesave?

Ég missti af öllum Icesave-hasarnum í dag, en man að einhver taldi sig búinn að reikna út fyrr á árinu að skuldin yrði 72 milljarðar. Og ég man gjörla að ég hafði enga trú á því af því að forsendur voru svo yfirgengilega óljósar. Mér duttu einmitt vextirnir í hug.

Og ég spyr enn: Hvað varð um peningana? Juku þeir hagvöxtinn einhvers staðar í alvöru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aha

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég skil það þannig að þú sért að jánka almennu hamingjuleysi. Annars á ég 80 pund sem ég keypti - óvart - á allra versta tíma.

Berglind Steinsdóttir, 7.6.2009 kl. 16:41

3 identicon

Nú ég er bara svona að kvitta fyrir innlit eða þannig. Á reyndar 45 í veskinu sem ég hef skilgreint sem gjaldeyrisvaraforða minn.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Við erum sem sagt álíka vel settar og SÍ, a.m.k. ef við leggjum saman.

Berglind Steinsdóttir, 7.6.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband