Saga úr atvinnuleysinu

Það er mörg matarholan. Í dag frétti ég af vinnustað sem virðist stunda það að ráða fólk af atvinnuleysisskrá til þriggja mánaða gegn því að það fái áfram atvinnuleysisbætur og fyrirtækið borgi ekki neitt. Ekki skil ég þessar reglur en mér var sögð sagan svona. Til þriggja mánaða sagði ég, en svo virðist yfirmaðurinn tala langt niður til þessa starfsfólks og hrekja burtu löngu áður en þrír mánuðirnir eru liðnir.

Og þá getur viðkomandi starfsmaður misst bæturnar í 40 daga.

Er ég kannski að tala um matarholu Vinnumálastofnunar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þetta má bæta að þetta fyrirtæki sem ég held að þú sért að tala um, byrjaði á því að reka alla sína starfsmenn og ráða fólk frá vinnumálastofnun í kjölfarið á því.

Ef ég skil vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofnunar rétt þá eiga fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök einungis rétt á þessum einstaklingum ef:

1. um viðbót við núverandi starfsmannafjölda er að ræða

2. viðkomandi fái aldrei minna en lágmarkslaun miðað við taxta þeirra stéttarfélags.

Ég er ekki sátt við að hinn ört þverrandi atvinnuleysistryggingasjóður sé misnotaður á þennan hátt!!!

Erla (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jomster, Erla mín, tek undir það.

Berglind Steinsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband