Aðalbjörn Sigurðsson reyndi að þjarma að Einari Erni Ólafssyni

Þetta var bara augnablik í gær, svo leið það hjá og nú ákveð ég að endurlifa það.

Fréttamaður RÚV spurði forstjóra Skeljungs hvers vegna það hefði tekið alla helgina að leiðrétta álögur á eldsneyti og EÖÓ reyndi að trúa sjálfum sér þegar hann sagði að tíminn hefði verið of skammur. Og þá spurði AS sisona af hverju það hefði gengið svo fljótt að hækka í kjölfar neyðarlaganna (mig minnir að um neyðarlögin hafi verið að ræða). Og Einar trúði algjörlega ekki sínu eigin svari.

Þaðan af síður ég.

Samt höldum við áfram að flissa ofan í handarkrikana á okkur yfir augljósu samráði olíufélaganna. AUGLJÓSU.

Ég er reyndar í mjög lausum viðskiptum við olíufélögin þannig að líklega er ég farin að flissa opinskátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband