Hið gríska auga gestsins

Þessa dagana rápa ég um þorpagrundir landsins með grískan læknahóp. Í dag var ég spurð um allan þennan fjölda bíla á götunum. Það er von.

Engar lestir, hvorki ofan jarðar né neðan, og strætó sem gengur á klukkutíma fresti á kvöldin - og þykist góður! Grr. Mætti ég biðja um tramma, jafnvel þótt hann ósi stundum af reyk ...? Ég var svo sem ekki á eilífu flandri milli bæjarhluta í Brussel um daginn, hélt mig mest miðsvæðis, en það er alveg hægt að venjast góðu. Ég er þó ekki viss um að við fáum betri almenningssamgöngur í umslagi frá Evrópusambandinu.

Ég er reyndar líka með hið glögga auga gestsins í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins og hef reynt að hafa vit fyrir hr. Strætó. Hann tekur bara lítið mark á mér og heldur áfram að hafa á vefsvæði sínu: Gengið 61 metra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Bjarnason

Þú ert bara þegar farin til Brüssel, heldurðu að hinir munu þá bara fylgja?

Hermann Bjarnason, 11.6.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Af hverju í veröldinni segirðu þetta, Hermann? Ég er ekkert farin til höfuðborgar Evrópu ... og er þar af leiðandi með engar væntingar, ræræræ.

Berglind Steinsdóttir, 11.6.2009 kl. 17:51

3 identicon

oh,.. það er svo gaman að vera með Grikkjum. Einn skemmtilegasti hópur sem ég hef "gædað" var einmitt grískur. allir svo kátir og skemmtilegir og hópstjórinn einmitt svo klár og fróður... bið að heilsa þeim

Margrét E (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þau tóku kveðjunni fagnandi og höfðu þig grunaða um að hrífast af hávaða ...

Berglind Steinsdóttir, 12.6.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband