Gengið í frjálsu falli

Eins og fram hefur komið í fyrri þáttum er ég á rápinu með Grikki. Hópstýrurnar koma svo vel undirbúnar að við leiðsögumenn þurfum ekki að hafa mikið fyrir því að tala (eins og mér sé einhver greiði gerður með því, hnuss) en meðal þess sem ég sagði minni samt á fyrsta degi var gengið. Já, já, sagði hún, evran er 172 krónur. Öö, sagði ég, frekar 178 (enda keyptu þau heilu hillumetrana á Geysi í dag). Og nú varð mér litið inn í Seðlabankann og sá að evran er komin yfir 180 krónur. Sossum nógu þénugt fyrir útflutninginn og ferðaþjónustuna en ég hélt að stefnan hefði verið önnur ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband