Sunnudagur, 14. júní 2009
Hr(a)unið
Mér fannst Sigurjón M. Egilsson nokkuð smellinn þegar hann spurði Guðna Th. Jóhannesson í þætti sínum í morgun hvort Hrunið væri fyrsta bók í seríu, og þá myndi sú næsta heita Hraunið. Fólk sem í sakleysi sínu fékk skell vegna þess að fjárglæframenn nýttu sér ímynd Íslands og sakleysi Íslendinga vill, a.m.k. sumt, að réttlætinu verði fullnægt með því að landráðamenn verði leiddir í járnum á viðeigandi stað.
En auðvitað eru menn saklausir þar til sekt þeirra sannast ...
Athugasemdir
Þeir veða blásaklausir þangað til eftir 7 ár þegar við byrjum að borga og sekir eftir 15 ár þegar við verðum gerð gjaldþrota.
En þá verða víkingarnir búnir að koma sér úr landi ásamt samfylkingarþingmönnunum.
Sigurður Þórðarson, 14.6.2009 kl. 19:12
Mér sýnist þú vera að spá fjármálaspekúlöntunum feitum stöðum hjá Evrópusambandinu, hmmm.
Berglind Steinsdóttir, 14.6.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.