Afeitrun

Um helgina hitti ég á förnum sveitavegi kunningjakonu sem sagði mér að hún hefði farið í afeitrun til Póllands í janúar. Hún lét vel af dvöl sinni en það merkilegasta þótti mér að hreinsunin er svo algjör og aukaefni svo bönnuð að gestir Jónínu fengu ekki að mála sig - látum það nú vera - en heldur ekki að þvo sér með sápu OG EKKI BURSTA TENNUR.

Og nú vildi ég mega senda a.m.k. einn fyrrverandi bankastjóra í afeitrun. Ætli hann kynni ekki m.a.s. að meta það.

Í þorpinu var síðan ein matvöruverslun, ein snyrtistofa (ekki fyrir skjólstæðinga Jónínu), hvort það var ein fataverslun OG SVO ÁTTA SKÓBÚÐIR. Og í kring risastór skógur sem gæti kynt undir innilokunarkennd hvaða meðal-Íslendings sem þarf heima fyrir bara að standa upp til að villast ekki í víðlendum skógunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Aldeilis furðulegt að fara alla leið til Pólands til að skíta!

Auðun Gíslason, 15.6.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, en hjálpar ekki fjarlægðin fólki til að losa sig við óæskileg veð og annan fortíðarskít ...? Pólland er kannski ekki málið samt. Hmm.

Berglind Steinsdóttir, 16.6.2009 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband