Gagnsæi sykraðra mjólkurvara

Nú sit ég hér og borða Frútínu sem Mjólkursamsalan framleiðir. Hún er með viðbættum 2% ávaxtasykri og 3% hvítum sykri. Hún kostaði 75 kr. í vikunni. Hvað mun hún kosta eftir 1. september?

Mér finnst að ég ætti að geta reiknað þetta út. Get það ekki. Og ég þori að hengja mig í hæsta gálga að einhverjir munu nota tækifærið í september til að hækka vöruna sína óeðlilega mikið með tilvísun í hækkaðan virðisaukaskatt. Og þá - þá reynir á hvort neytendur greiða atkvæði með buddunni. Þá reynir á hvort neytendur veita aðhald. Þá sést kannski úr hverju við erum.

Vonandi erum við rúgbrauð en ekki franskbrauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband