Laugavegurinn í sólskini

Allt horfir til betri vegar í fallegu veðri. Ég hitti gamlan skólafélaga á Laugaveginum sem ég gekk niður hann og þrátt fyrir að sólin færðist yfir götuna á þessum 20 mínútum sem krufning Íslands tók vorum við sammála um að við værum ágæt og að íslensk fold risi úr sæ á ný.

Eins gott að Siggi stormur hafi ekki farið með fleipur í útvarpinu í morgun þegar hann sagði að öllum spákortum bæri saman um að sólarhelgi færi í hönd um allt land. Líka á golfvöllunum og í skógarrjóðrunum. Væntanlega líka þá á austursvölum Ármanns og norðursvölum Matta.

Mætti ég biðja um þægilega útivinnu í góðviðrinu, t.d. leiðsögn um hvalalendur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurjum er ekki sama um þessar svalir um helgina þegar Svartárdalurinn og veiðihúsið er málið, + Lummudagar í Skagafirði.

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mæltu manna heilust. Sjáumst í sveitinni ...

Berglind Steinsdóttir, 24.6.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband