Fimmtudagur, 14. desember 2006
Verst að ég verð 160 ára
Ég held að síðustu 40 árin verði kannski frekar leiðinleg af því að svo margir úr nánasta hring verða dauðir. Svo held ég að 40 árin þar á undan verði líka fremur dapurleg af því að litið verður á mig sem sjúkling, bara af því að ég verð orðin gömul og svo fjörgömul kerling. En það er ekkert samasemmerki þarna á milli.
Foreldrar mínir eru nú farnir að nálgast 160 og eru hraust og hress og ern og spræk og geta allt. Samt eru þau alltaf spyrt við hóp aldraðra og öryrkja af því að það er trendið um þessar mundir.
Athugasemdir
Til hamingju með bloggið. Gaman gaman.
Knús,
Arna
Arna Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.