Stígagerð og gígagerð

Mér hefur löngum þótt lítt eftirsóknarvert að fá hingað milljón ferðamenn á einu ári en ef það blasir samt við sem veruleiki framtíðar þarf að leggja stíga og bæta aðstöðu, t.d. með fleiri klósettum. Salernisferðir eru ekki skemmtilegt umræðuefni en fólki finnst heldur ekki gaman þegar einhver gengur örna sinna bak við tré. Þess vegna þarf að fá gott fólk til að búa í haginn og taka svo opnum örmum á móti gjaldeyrinum.

Þegar ég kom heim frá Brussel um daginn var ósköp vesöl útlensk kona að leita að bílaleigubílnum sínum í Leifsstöð og spurði Laufeyju hvar H væri. Laufey hljóp um allt bílastæði til að liðka til fyrir konunni þannig að henni fyndist hún velkomin í landinu. Og við vorum öll sammála um að það væri lágmark að sýna aðkomufólki alúð þannig að orðspor okkar yrði okkur í hag.

Og í dag heyrði ég frá hópi Evrópubúa að Icespor Íslendinga væri að öðru leyti nokkuð vafasamt.

Bætum stíga og gíga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband