Sunnudagur, 28. júní 2009
Skoða fyrst og borða svo
Í hvalaskoðunarferð með þýska ferðamenn sannreyndi ég að sumum ferðamönnum finnst fara vel saman að skoða fyrst og borða svo. Þegar við sáum inn í Hvalfjörðinn benti ég þangað og sagði hvað hann héti og bætti við að þangað inn væru dregnir þeir hvalir sem veiddust. Og á augabragði var ég spurð hvort þau fengju að sjá. Á daginn kom að ein hjónin höfðu borðað hrefnu kvöldinu áður og önnur áttu pantað sama kvöld.
En auðvitað þýðir ekkert að veiða hvali nema það sé markaður ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.