Bílferðin

Það var gaman að taka rútu út úr bænum. Og nú er ég búin að komast að því að það var líka ódýrt.

Í dag keyrði ég suður á lánsbíl. Eftir 40 kílómetra kom slinkur á bílinn, ég lagði í kantinum og sá að annað framdekkið var algjörlega á förum. Verkstæðinu hafði láðst að herða rærnar.

Þetta þýddi símtöl, viðsnúning, töf - og kostnað. Að ógleymdu stressinu (sem þjakaði reyndar aðra meira en mig).

Svo keypti ég bensín. Ég ætlaði að kaupa bensín í Víðigerði af því að bróðir minn heldur þar til og heilsa upp á hann í leiðinni. Þegar ég lét mig renna - segi og skrifa á sjálfskiptum bíl - niður Bólstaðarhlíðarbrekkuna kviknaði bensínljósið. Ég þorði ekki annað en að setja sopa á bílinn á Blönduósi. Hann var fljótur að klárast. N1 leyfði mér ekki að prenta kvittun og ég man ekki lítraverðið, hjá ÓB kostar hins vegar lítrinn 175,30 krónur.

-Það er gott að ferðast á fæti þótt helgin hafi auðvitað verið skemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst samt skemmtilegast að þvælast út um allt á puttanum. Gerði mikið af því þegar ég var yngri.

spritti (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hef hins vegar bara einu sinni - einu sinni - farið á puttanum. Það var frá Helsinki til Vasa, ég var fáránlega heppin að hitta á vöruflutningabíl sem fór alla leið um miðja nótt og ég svaf megnið af leiðinni. Eru ekki annars flestir sem aumka sig yfir puttaferðalanga á höttunum eftir félagsskap?

Berglind Steinsdóttir, 30.6.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband