Föstudagur, 15. desember 2006
Ég synti kílómetrann í gær
Ég syndi oft kílómetra, stundum m.a.s. meira. Ég hafði einu sinni þá reglu að ef ég færi á bíl synti ég kílómetra en ef ég færi gangandi eða hjólandi synti ég bara hálfan. En núna er ég farin að synda helst aldrei minna en heilan. Og fara í gufubaðið á eftir. Og nú hefði ég betur gert það kannski þar sem ég er mjög slæm í mjóbakinu (sem aldrei gerist) og Kolbrún systir mín segir að gufan vinni á svoleiðis þreytuverkjum eftir slímusetur.
Kannski hefði ég frekar átt að fara heim og eyða klukkutímanum í að klára Viltu vinna milljarð?. En geri það fljótlega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.