Sunnudagur, 5. júlí 2009
Tvítyngi
Ég hef verið mjøg gagnrýnislaus thegar fólk talar um að børn verði tvítyngd við að alast upp við tvø tungumál. Undanfarna daga er ég búin að hitta urmul barna í Danmørku sem eiga íslenska foreldra og ég get ekki heyrt að børnin hafi fullkomið vald á tveimur tungumálum. Gildir thá einu hvort thau eru a máltøkualdri eða eldri. Tungumál landsins er mjøg ráðandi thótt thau geti vissulega brúkað bæði málin. Thau leggja sig fram og foreldrarnir eru hvetjandi en thau thurfa að hugsa sig vel og vendilega um.
Eða hvað meina menn með tvítyngi?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.