Kom vel á vondan

Seint í gærkvöldi hringdi síminn og maðurinn í hinu þráðleysinu sagði: „Ég er að hringja út af þýðingu.“ Hann var nýbyrjaður á Falli Berlínar eftir Anthony Beevor og þar sagði eitthvað á þá leið að jólin hefðu einkennst af ... vafningum?? eða lárviðarlaufum (þetta man ég sannarlega ekki) og svo hinni 'hljóðu nótt'.

Hvernig sem setningin raunverulega hljómaði rak mig engan veginn í rogastans og hélt að það væri bara ekkert að. Þá sagði hann: Vita ekki allir að hin hljóða nótt er Heims um ból?

Ég vildi að ég gæti skákað í því skjólinu að ég er hundheiðin - en ég get það ekki. Þótt ég sé sannarlega ekki kristilega þenkjandi á maður þó að þekkja bókmenntavísanir, einkum og sér í lagi þegar manni finnst aldeilis í lagi að gagnrýna til hægri og vinstri.

O jæja.

Svo ætla ég að plögga eins og Siggalára gerir iðulega. Ég fór á afmælissýningu Leikfélags Hafnarfjarðar í gær og sá Ráðskonu Bakkabræðra. Þar var margt öndvegisfólk sem ég þekkti ekki og ég hló mér til óbóta á sýningunni. Gísli, Eiríkur, Helgi ríða ekki við einteyming og ollu engum viðstöddum vonbrigðum leyfi ég mér að fullyrða. Og þar rakst ég óforvarandis á téða Sigguláru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki vissi ég að þú bloggaðir, en: gaman. Ég held að það sé allt í lagi að tala um hljóðu nóttina, sálmurinn hefur verið þýddur oftar en einu sinni, er það ekki, og þá með þessum orðum? Eða hvað? Hvað veit ég.

Gudrun Thora Gudmannsdottir (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 17:45

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, þetta er víst á frummálinu Stille Nacht ...

Berglind Steinsdóttir, 17.12.2006 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband