Laugardagur, 11. júlí 2009
Þegar nördinn hitti systur sína
Þrátt fyrir mjög gott frí í Danmörku hef ég saknað þess að fylgjast með öllu atinu heima. Ég náði dálítilli tengingu þegar ég stillti á beina útsendingu frá Alþingi og lét Snorra giska á hver talaði. Það þótti mér gaman en bæði eiginkonu hans og systur þótti sem þar hefði nördinn hitt systur sína, eða ömmu eftir atvikum. Verst var að sumar ræður voru of langar til að veruleg spenna skapaðist í getraunaleiknum.
Svo finnst mér rétt að geta þess að veðrið á Íslandi er til mun betra en í Árósum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.