Víst er fiskbúð á Akureyri

Í gær bráðvantaði mig skötusel, hörpudisk, humar, þorsk, steinbít og/eða rækjur og fór í tvær fiskbúðir í Reykjavík. Sú sem er í næsta nágrenni við mig er með lokað til 10. ágúst - sem hentaði aldeilis ekki - þannig að ég fór í búð sem Ásgerður hafði mælt ógurlega með í Gnoðarvoginum. Hún reyndist bara opin virka daga þannig að ég hrökklaðist inn til óvinarins, stórmarkaðanna. Í Bónus var tiltölulega fátæklegt úrval, í Hagkaupum ekkert sem ég fann og í Krónunni skást.

Svo var ég að lesa þriggja daga gamalt Fréttablað áðan, bakþanka dr. Gunna á fimmtudaginn þar sem hann segir í einni línu að engin fiskbúð sé á Akureyri. Döö, minn kæri, það þarf ekki einu sinni að gúgla til að finna fiskbúð á Akureyri, það er nóg að fletta í símaskrá.

Súpan bragðaðist vel.

Jóhanna eys, Ásgerður og Laufey fylgjast spenntar með 

Tek fram að myndin segir ekkert um kætina ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sko rétt! Myndin sýnir alls ekki þá gleði sem ríkti í partýinu! Frábært boð!

Ásgerður (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 07:42

2 identicon

En því má svo bæta við að dr. Gunni hefði mátt frekar taka það fram að engin fiskbúð er á Ísafirði, a.m.k. ekki síðast þegar ég var þar.

Ásgerður (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 07:43

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jomster blomster, game on, lallala.

Berglind Steinsdóttir, 13.7.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband