Kaskó með útvarpi?

Í gær keypti ég mér útvarp/geislaspilara/SEGULBAND í ferðatæki - og var snögg að því. Þegar ég var búin að rétta fram greiðslukortið andaði sölumaðurinn út úr sér hvort ég vildi kaupa kaskótryggingu. Vissulega er tækið skráð sem ferðatæki en ég hef bara hugsað mér að flytja það milli gluggakistna - og svo auðvitað ef ég skyldi flytja í aðra íbúð.

Andlitið á mér lengdist verulega þegar hann bauð mér kaskótrygginguna - sem á að bæta tjónið ef ég skyldi valda því sjálf - og ég spurði hvort fólk keypti svoleiðis. Þá sagði hann mér af manni sem hefði keypt kaskótryggingu út af einni fjarstýringu sem kostaði 7.000 kr.

Ef ég hefði lagt 4.000 í trygginguna og svo gloprað tækinu á gólfið, ee, hef ég algjörlega efasemdir um að ég fengi samt nýtt.

Það held ég. Og sparaði mér peninginn. Það er líka tveggja ára ábyrgð á framleiðslugöllum sem ég hef miklu meiri áhyggjur af en einhverjum böðulshætti á heimili.

Ferðaútvarpstæki með geislaspilara, segulbandi og fjarstýringu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband