Föstudagur, 24. júlí 2009
Frumsýning á Körlum sem hata konur
Ég öfunda þá sem eiga eftir að sjá myndina. Ég dreif mig á hana í Brussel í júníbyrjun og fannst ég verja peningunum vel (eða, hmm, borgaði kannski Hreinn?) - verð samt alltaf fúl við tilhugsunina um að pabbi Stiegs og bróðir fái sinn feita skerf af öllu gillemojinu.
Ég veit að ég er ekki ein um þessa hugsun, ég veit um fólk sem hefur sleppt því að kaupa einhverja þessara þriggja bóka til þess að gaukarnir raki saman aðeins færri krónum. Samt hafa víst 13 milljónir splæst í Millenium-seríuna ...
Ég er byrjuð á þriðju og síðustu útgefnu bókinni og verð að segja að miðbókin vann ferlega mikið á eftir fyrstu 200 síðurnar eða svo.
Sannur sumarauki. *dæs*
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.