Áhlaup hafið

Lengi hefur mér boðið við framkomu fyrrum yfirmanna Kaupþings, og Sigurður og Hreiðar ýttu mér persónulega yfir til sparisjóðs. Um daginn var ég svo flutt hreppaflutningum yfir í Kaupþing aftur og nytsami sakleysinginn ég ákvað að gefa núverandi yfirmönnum tækifæri til að sanna sig.

Ó svei.

S24 hefur ekki klikkað hingað til og nú set ég allt mitt traust á þann netbanka, endurnýja greiðslukortið og legg platínukortinu sem Kaupþing prangaði inn á mig. Ítreka þó það sem ég hef áður sagt að afgreiðslufólkið hefur verið lipurt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hver á S24?

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.8.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, ég veit, hann byrjaði sem deild í Sparisjóði Hafnarfjarðar og nú er hann í eigu Byrs. Ég er líka búin að renna hýru auga til MP en hef ekki reynt S24 að neinu misjöfnu þannig að ... Ég er alveg uppgefin á að vera svona tortryggin.

Berglind Steinsdóttir, 2.8.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað með Sparisjóð S-Þingeyinga - (minnir mig)? Hann var í fréttunum í fyrra fyrir að vera einn af fáum bönkum sem tók ekki þátt í geðveikinni og stendur bara firna vel.

Ég hef verið að íhuga flutning þangað - þarf að inna Dagnýju Reykjalín nánar eftir þessu, hún minntist á þetta í haust.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.8.2009 kl. 01:49

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég veit bara ekki hvort lítill sparisjóður með litla áherslu á fjárstýringu (held að Hrun 103 hafi kennt mér þetta tungumál) hefur áhuga á öllum þeim viðskiptum sem Kaupþing missir núna. Og þó, þegar betur er að gáð býður hann mann velkominn í viðskipti.

Nú er ég búin að vera svo lengi að skrifa þessa athugasemd að ég er eiginlega búin að ákveða að slást í hóp með Þingeyingum. Habbðu þökk fyrir!

Berglind Steinsdóttir, 3.8.2009 kl. 09:25

5 identicon

Ég hefði troðið kortinu upp í rassgatið á þjónustufulltrúanum.

spritti (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:54

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sinn er siður í hverju landi - en ég hef aldrei verið með þjónustufulltrúa. Hvar geymir þú annars öngulinn ...?

Hins vegar er ég búin að átta mig á að ég er enn meðvirk, ég borgaði í gærkvöldi reikning frá ríkinu sem á stóð bara ríkissjóðstekjur - hvað var ég að borga? Tryggingagjald? Gleðiskatt? Þetta er árviss atburður hjá verktökum (held ég) og ég man það aldrei á milli ára. Og ekki er upplýsingum spreðað, í þetta skipti kom reikningurinn bara í heimabankann, e.t.v. daginn fyrir gjalddaga, e.t.v. á gjalddaga, og kemur kannski í pappírsformi í dag. En kannski ekki, og kannski ekki með þeim upplýsingum sem mér finnst vanta.

Helv. meðvirkni.

Berglind Steinsdóttir, 4.8.2009 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband