Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Áhlaup hafið
Lengi hefur mér boðið við framkomu fyrrum yfirmanna Kaupþings, og Sigurður og Hreiðar ýttu mér persónulega yfir til sparisjóðs. Um daginn var ég svo flutt hreppaflutningum yfir í Kaupþing aftur og nytsami sakleysinginn ég ákvað að gefa núverandi yfirmönnum tækifæri til að sanna sig.
Ó svei.
S24 hefur ekki klikkað hingað til og nú set ég allt mitt traust á þann netbanka, endurnýja greiðslukortið og legg platínukortinu sem Kaupþing prangaði inn á mig. Ítreka þó það sem ég hef áður sagt að afgreiðslufólkið hefur verið lipurt.
Athugasemdir
Hver á S24?
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.8.2009 kl. 22:26
Æ, ég veit, hann byrjaði sem deild í Sparisjóði Hafnarfjarðar og nú er hann í eigu Byrs. Ég er líka búin að renna hýru auga til MP en hef ekki reynt S24 að neinu misjöfnu þannig að ... Ég er alveg uppgefin á að vera svona tortryggin.
Berglind Steinsdóttir, 2.8.2009 kl. 22:33
Hvað með Sparisjóð S-Þingeyinga - (minnir mig)? Hann var í fréttunum í fyrra fyrir að vera einn af fáum bönkum sem tók ekki þátt í geðveikinni og stendur bara firna vel.
Ég hef verið að íhuga flutning þangað - þarf að inna Dagnýju Reykjalín nánar eftir þessu, hún minntist á þetta í haust.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.8.2009 kl. 01:49
Ég veit bara ekki hvort lítill sparisjóður með litla áherslu á fjárstýringu (held að Hrun 103 hafi kennt mér þetta tungumál) hefur áhuga á öllum þeim viðskiptum sem Kaupþing missir núna. Og þó, þegar betur er að gáð býður hann mann velkominn í viðskipti.
Nú er ég búin að vera svo lengi að skrifa þessa athugasemd að ég er eiginlega búin að ákveða að slást í hóp með Þingeyingum. Habbðu þökk fyrir!
Berglind Steinsdóttir, 3.8.2009 kl. 09:25
Ég hefði troðið kortinu upp í rassgatið á þjónustufulltrúanum.
spritti (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:54
Sinn er siður í hverju landi - en ég hef aldrei verið með þjónustufulltrúa. Hvar geymir þú annars öngulinn ...?
Hins vegar er ég búin að átta mig á að ég er enn meðvirk, ég borgaði í gærkvöldi reikning frá ríkinu sem á stóð bara ríkissjóðstekjur - hvað var ég að borga? Tryggingagjald? Gleðiskatt? Þetta er árviss atburður hjá verktökum (held ég) og ég man það aldrei á milli ára. Og ekki er upplýsingum spreðað, í þetta skipti kom reikningurinn bara í heimabankann, e.t.v. daginn fyrir gjalddaga, e.t.v. á gjalddaga, og kemur kannski í pappírsformi í dag. En kannski ekki, og kannski ekki með þeim upplýsingum sem mér finnst vanta.
Helv. meðvirkni.
Berglind Steinsdóttir, 4.8.2009 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.