Brjálað að gera hjá bílaleigunum?

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. Í fréttum Stöðvar 2 var stór frétt um að ef menn ætluðu að ná sér í bílaleigubíl fyrir næstu helgi - sem er áreiðanlega stór ferðahelgi með fiskideginum mikla og fleiru - yrðu menn að hafa hraðar hendur.

Hmm, síðast og þarsíðast þegar ég heyrði talað um bílaleigurnar svitnaði fólk yfir háu verði. Og ég er svo tortryggin að ég held helst að þetta hafi verið feit ókeypis auglýsing fyrir bílaleigurnar.

Svo náði ég alls ekki að hverjum gagnrýnin beindist. Bílaleiguviðmælandinn talaði um að 3 milljarðar hefðu tapast í gjaldeyristekjum af því að bíla vantaði. Hmm, hver átti að leggja þá til? Hlunnfór einhver hann um 500 bíla?

Ég er enn ekki vaxin upp úr því að finnast 3 milljarðar talsvert margir peningar - líka í krónum. Og ég trúi ekki á þessa frétt. Á Jón Jóhannesson kannski bílaleigu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband