Miðvikudagur, 20. desember 2006
Tryggingafélagið svínar á mér
Ég er svo ósátt við að tryggingafélagið er búið að skuldfæra á kortið mitt tryggingar til heils árs án þess að vara mig við. Ég hélt að maður fengi alltaf reikninginn sendan heim með meira en mánaðar fyrirvara til að geta sagt upp hjá því tryggingafélagi ef maður teldi sig geta fengið betri samning annars staðar. Og að minnsta kosti ætti ég að fá sundurliðun. Ég bað um að hafa gjalddagann í janúar.
Ekki að það skipti máli hvort maður verslar við .... eða ... í þessum efnum. Samtryggingin er nógu mikil til að neytandanum blæðir alltaf.
Þannig líður okkur alltént.
Þetta snýst ekki um hvort ég hafi efni á 80 þúsund kallinum ...
Athugasemdir
hvernig fékk tryggingafélagið upplýsingar um kortið þitt?
guðmundur steinsson (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 23:02
Frá mér, en hafi ég verið látin kvitta fyrir því að ég fengi ekki sundurliðun hefur það verið undir fölsku flaggi. Og mér finnst enn óeðlilegt að ég fái ekki að vita um þetta fyrirfram þannig að ég geti sagt tryggingunni upp ef því er að skipta.
Berglind Steinsdóttir, 26.12.2006 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.