Geitungur gerir stutt stopp

Þegar ég fór á fætur í morgun sá ég strax að geitungur hafði fundið rifu á glugga og smeygt sér inn. Ég opnaði gluggann betur, og alla glugga íbúðarinnar reyndar, og fór svo að sinna öðru. Næst þegar ég mundi eftir honum var hann horfinn á braut.

Er það ekki svona sem maður tekur á aðkomu...fyrirbærum, kvikindum, annarra manna skuldum og öðru sem heillar mann ekki? Býr til undankomuleið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband