Fimmtudagur, 21. desember 2006
Flugdrekahlaup
Mér er gjörsamlega hulið hvernig flugdrekahlaup getur verið stórmál í einhverju landi. En gott og vel, það vísar út fyrir sig. Nú er ég að lesa Flugdrekahlauparann sem fólk er búið að skæla yfir allt þetta ár og ég skæli frekar lítið. Ég skil alveg að flugdrekinn er táknrænn fyrir voðaatburðinn sem bitnar á Hassan snemma í bókinni en þessi titill getur ekki talist góður til að góma lesendur. Kannski var ég þess vegna svona lengi að taka við mér.
Og ég gafst í fyrra upp á Bóksalanum í Kabúl. Án rökstuðnings.
Sótti mér hagfræði fyrir byrjendur á bókasafnið í gær og geri ráð fyrir að eyða sunnudagskvöldinu í þá lesningu ... Örninn er hættur í sjónvarpinu, hehhe.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.