Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Smartphone
Í dag var ég beðin að venda tveimur línum um síma úr ensku yfir á íslensku. Maður gæti haldið að það væri lítið mál, og stundum er það lítið mál. Í þessari litlu orðahrúgu var orðið smartphone sem ég ímynda mér að vísi til einhvers ákveðins við símann, útlits hans eða notkunarmöguleika. Mér datt snjallyrðið snjallsími í hug og leitaði á síðum Vodafones og Símans en fann ekki. Gafst ekki upp og fann TÖLVUORÐABÓK. Vei. Það dugði.
smartphone = snjallsími
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.