Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Tekst ekki að manna frístundaheimili
Frétt í útvarpinu hljóðaði upp á að enn vantaði um 100 manns í störf á frístundaheimilum borgarinnar. Ú! Svo þarf spjallþátt í útvarpinu eða blogg til að benda á hvers vegna fólk á atvinnuleysisskrá sækir ekki um - það er verr borgað að mæta í þá vinnu en að vera á atvinnuleysisbótum og atvinnulausir missa að auki hlunnindi, s.s. sundkort og leikhúsmiða.
Svo er dálítið gremjulegt að fólki skuli finnast að það að annast um börn í frítímum þeirra sé svo lítilsiglt starf að hægt sé að dubba hvaða sótraft sem er upp í það. Það er mjög krefjandi starf, alveg áreiðanlega ekki metið að verðleikum og hreint ekki heppilegt fyrir einhverja fjármálagúbba sem eru ekki einu sinni næmir á líðan fólks á pappír [Jón Sigurðsson á seðlinum], hvað þá í raunheimum.
Og eitthvað segir mér að þetta sé ekki nýtt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.