Meira af auglýsingum

Ég er þeirrar skoðunar að auglýsingar hafi stundum upplýsingagildi. Ég hendi ekki óumbeðnum auglýsingapósti beint í ruslið (les: blaðagáminn). Mér þykja t.d. auglýsingarnar sem eru lesnar rétt fyrir fréttir á RÚV notalegar og tek örugglega eftir sumum. Hins vegar slekk ég á Útvarpi Sögu þegar auglýsingatímarnir hefjast þar, í og með af því að þeir standa yfir mínútum saman. Ég gæti verið í markhópi Útvarps Sögu, a.m.k. sumra dagskrárliðanna, en auglýsingarnar eru mjög hvimleiðar og stíla inn á fólk sem kann hvorki að fletta í pappírssímaskrá né á netinu. Og hverjir eru það? Ég spyr, engan þekki ég. Svo auglýsir stöðin einfaldar, ódýrar og - hvað? - áhrifaríkar! auglýsingar.

Ég skil svoooooooo vel að Útvarp Saga fjármagnar sig með auglýsingum. Það dugir samt ekki til, ég hvorki hlusta né versla við þá sem ná að eintóna símanúmer í eyrun á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband